Haustjafndægur 2021
mið., 22. sep.
|Mosfellsbær
Nú fer sumrinu senn að ljúka og við kveðjum það með þakklæti og stæl!
Tími og staðsetning
22. sep. 2021, 18:00
Mosfellsbær, 5FF9+X8J, Mosfellsbær, Iceland
Meira um hlaupið
Verð - 2000 kr
Árstíðahlaup er núna fjáröflunarhlaup það kostar 2000 kr í hlaupið og öll upphæðin fer óskipt til stúlkna í Nepal (sjá meira um verkefnið á vefsíðunni)
Hægt er að greiða með millifærslu
kt 0111823999
Banki 0123-15-020152
Eða með AUR app - 8695047
(Þeir sem ekki greiða detta út af listanum)
Munið að á Íslandi er alltaf allra veðra og aðstæðna von, mikivægt er að allir hlauparar mæti undirbúnir fyrir það veður og þær aðstæður sem verða.
Skyldubúnaður : höfuðljós, track af leiðinni, hlaðinn sími og réttur búnaður fyrir veður og aðstæður (m.a. hlaupabroddar)
Grímannsfell
Leiðin : Við hittumst á bílastæðinu við Helgufoss (Mosfellsdal) kl 18:00 miðvikudaginn 22 september 2021.
ATH takmarkað bílastæði svo það er sniðugt að sameinast í bíla :)
Þetta er splunkuný Árstíðahlaupsleið og er fjölbreytt ævintýraleið!
Leiðin liggur fram hjá Laxnes, upp á Grímannsfell og yfir það, hlaupum svo á malarvegi til baka að Helgufossi.
Leiðin er tæpir 20 km og með 500 m hækkun, blanda af stíg, þúfum og línuvegi (Ath hægt er að fara styttri leið líka sem byrjar með lengri leiðinni)
Gera má ráð fyrir 3-4 klst ævintýri!